Category: Icelandic
-
Þegar tungumál þróast
“Hlöðumk búkum hölda, höfuð fjúka af strjúpa, kveifur ljúka lífi, lyddur krjúpa í djúpi.” Þetta er ein af fáum setningum sem ég man eftir að hafa flutt á sviði í Samkomuhúsinu í Garði fyrir allt of mörgum árum síðan í hlutverki Palla pílu – eilífðarstúdentins sem var jafnframt samferða honum Litla-Grúti í gegnum leikverkið Járnhausinn…
-
Önnur lítil historía
Tilefni þessarar stuttu sögu er allt þetta fjas og þras sem kemur upp um leið og það er orðað að endurskoða kvótakerfið. Þeir sem lifa og hrærast í því og eiga sem mest af kvótanum mega náttúrulega ekki hugsa til þess hryllings að missa spón úr aski sínum og hefja kvótakerfið upp til skýja sem…
-
Valkyrjur
Merking orða og tákna í síbreytilegu samhengi Tákn og orð eru ekki aðeins verkfæri til samskipta heldur einnig spegilmynd samfélagsins sem notar þau. Í síbreytilegum heimi hafa þau tilhneigingu til að þróast og taka á sig nýjar merkingar sem endurspegla breytingar á menningu, sögu og gildismati. Orðið Valkyrja er áhugavert dæmi um slíka þróun, þar…
-
Áfengi er engin venjuleg neysluvara!
Kveikjan að þessari færslu er frumvarp á Alþingi, þar sem leyft yrði, ef samþykkt yrði, að selja áfengi í matvörubúðum meðal annars. Færslan er jafnframt verkefni í námskeiðinu Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsuefling við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Samkvæmt Embætti landlæknis voru seldir 7.18 L af hreinum vínanda á hvert mannsbarn á Íslandi 15 ára og eldri. Sala í…
-
Forgangsröðum rétt
Það er ekki ofsögum sagt að á LSH er afburðastarfsfólk til staðar þegar eitthvað bjátar á, fagfólk sem er fært í sínu starfi. Fjölskyldunni minni fjölgaði óvænt um eina stúlku, langt fyrir tímann, nánar til tekið eftir rúmlega 26 vikna meðgöngu . Hún er núna í góðum höndum hjá starfsfólkinu á Vökudeildinni og plumar sig…
-
Leyndarmál upplýst
Fyrir all nokkru síðan kom út afmælisblað Björgunarsveitarinnar Ægis í Garði eða á 60 ára afmæli sveitarinnar sem væntanlega hefði þá verið árið 1995. Í afmælisblaðinu mátti lesa sögu af því þegar Sigurði Bjarnasyni GK var sökkt um 70 sjómílur vestur af Reykjanesi. Höfundur kom ekki fram undir nafni. Það upplýsist hér með að sá sem…
-
Af hverju forvarnir?
Ímyndið ykkur meðalstórt þorp sem liggur við árósa. Daglegt líf er í föstum skorðum, þar til dag einn er öskrað á hjálp. Þorpsbúar líta upp frá verkum sínum og sjá þá til manns sem kemur fljótandi niður ánna. Einn þorpsbúa, syndur eins og selur, hugsar sig ekki um heldur rífur sig úr vinnugallanum og hendir…
-
Ein lítil historía
Það er ekki úr vegi að rifja upp eina gamla sögu tengda sjávarútveginum fyrst að nýr sjávarútvegsráðherra Alþingis kemur úr röðum framsóknarmanna. Einu sinni fóru tveir útgerðarmenn úr Garði á fund þáverandi sjávarútvegsráðherra framsóknarmanna, Halldórs Ásgrímssonar. Sem er ekki í frásögur færandi, nema hvað að umræðuefnið átti að vera umsókn þeirra um að fá snurvoðarleyfi…
-
Tómstundamenntum þjóðina!
Eitt sinn þegar ég var að gramsa á internetinu vegna verkefnis sem ég þurfti að skila af mér í háskólanáminu, þá rakst ég á frétt í Viðskiptablaðinu frá 1. janúar 2010 og nefnist “Kostnaður vegna öldrunar hleðst upp” og byggðist hún meðal annars á grein sem má finna á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar kemur fram…
-
Hvað er tómstunda- og félagsmálafræði?
Það er ekki úr vegi fyrst maður er rétt að klára fimm ára háskólanám (3 ár B.A. og 2 ár M.Ed) í tómstunda- og félagsmálafræði að velta fyrir sér svarinu við þeirri spurningu sem dynur á mann á mannamótum, hvað er tómstunda- og félagsmálafræði? Áður en spurningunni verður svarað verður að byrja á því að…
