Þegar tungumál þróast

“Hlöðumk búkum hölda, höfuð fjúka af strjúpa, kveifur ljúka lífi, lyddur krjúpa í djúpi.”

Þetta er ein af fáum setningum sem ég man eftir að hafa flutt á sviði í Samkomuhúsinu í Garði fyrir allt of mörgum árum síðan í hlutverki Palla pílu – eilífðarstúdentins sem var jafnframt samferða honum Litla-Grúti í gegnum leikverkið Járnhausinn eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni.

Reyndar man ég eftir annari sem var stutt og laggott: “Ok munum vér husla hræit!”

Hræddur er ég um að þeir bræður hefðu misst marks ef söngleikurinn hefði verið saminn og settur á svið í dag.

Nú myndi einhver kalla þetta úrelt, fornlegt, jafnvel hallærislegt. En tungumálið er ekkert stöðugt listaverk sem á að varðveita undir gleri – það er eins og lifandi dýr, sem breytir feldinum eftir árstíðum.

Það er ekki synd þó við segjum „kúl“ í stað „svalt“ eða „pása“ í stað „hvíla“. Það væri mun meiri synd ef við myndum hætta að tala yfir höfuð, hætta að leika okkur með orð, hætta að hlæja yfir því hvernig þau hljóma.

Fólk hefur verið að kveinka sér yfir breyttu máli frá því fyrir tíma Laxness. En íslenskan hefur alltaf fundið leið til að lifa — hún bara skipti um takt.

Kannski er tungumálið bara að halda áfram að tala við okkur – á sinn eigin, breytilega hátt.

Get over it.

Views: 0


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *