Tilefni þessarar stuttu sögu er allt þetta fjas og þras sem kemur upp um leið og það er orðað að endurskoða kvótakerfið. Þeir sem lifa og hrærast í því og eiga sem mest af kvótanum mega náttúrulega ekki hugsa til þess hryllings að missa spón úr aski sínum og hefja kvótakerfið upp til skýja sem eitt besta stjórntæki sem til er og hafi í raun og veru bjargað hinum ýmsu fiskistofnum.
Tveir bátar eru á sjó í fyrsta sinn eftir langa brælu, netin úti allan tímann. Annar báturinn selur fiskinn beint í eigin fiskverkun – hinn landar á markað. Þessi sem landar á markað er með fleiri net í sjó og fleiri menn á – hinn er ekki eins fjölmennur og ekki eins mörg net í sjó.
Báturinn sem landar í eigin verkun landar um það bil 20 tonnum (öðru eins hent í sjóinn af beinum og úldnum fiski) – báturinn sem landar á fiskmarkað landar um það bil 1500 kg.
Það þarf ekki að segja mér það að hvatinn til þess að koma ekki með minna verðmætari fisk að landi er eingöngu kvótakerfinu að þakka.
Endir.
Views: 0

Leave a Reply