Author: ledrum

  • Hvað er tómstunda- og félagsmálafræði?

    Það er ekki úr vegi fyrst maður er rétt að klára fimm ára háskólanám (3 ár B.A. og 2 ár M.Ed) í tómstunda- og félagsmálafræði að velta fyrir sér svarinu við þeirri spurningu sem dynur á mann á mannamótum, hvað er tómstunda- og félagsmálafræði? Áður en spurningunni verður svarað verður að byrja á því að…

  • Uppruni hljóðsjárinnar

    Ekki er hægt að fjalla um tækninýjungar sem hafa auðveldað skipstjórum lífið án þess að minnast á tilkomu hljóðsjárinnar sem betur er þekkt á meðal íslenskra sjómanna sem “ASDIC” sem er skammstöfun á “AntiSubmarine Detection Investigation Committee” sem var nefnd á vegum breska sjóhersins og sá um eins og nafnið gefur í skyn að finna…

  • Sam Tillen svarað

    Enski knattspyrnumaðurinn Sam Tillen kemur oft og iðulega með góða pistla á www.fotbolti.net  og gaman hefur mér fundist að lesa pistlana hans hingað til. Þó verð ég að fetta fingur út í síðasta pistil hans að knattspyrnumenn séu ekki fyrirmyndir annarra og sér í lagi barna „og setja ekki staðal í siðferðiskennd“ (Tillen, 2012) þegar…

  • Uppruni dýptarmælisins

    Ein mikilvæg uppfinning á rafeindasviðinu og snerti sjómenn var dýptarmælirinn. Áður fyrr þegar hans naut ekki við þurfti að lóða dýpið og var það gert á þann hátt að lóði var einfaldlega hent útbyrðis, oftast fyrir framan miðju skips, með áfastri taug sem var með hnútum með vissu millibili. Þegar lóðið staðnæmdist við botninn þá…

  • Úr handafli yfir í vélarafl

    Fyrstu tilraunir til þess að sigla skipi með vélarafli má rekja allt aftur til aldamótanna 1700, en franski hugvitsmaðurinn Denis Papin átti að hafa gert tilraunir með gufuvél á Fuldafljóti í Þýskalandi. Tengdi hann gufuvélina við árar sem knúðu skipið áfram. Gufuvélin sem um ræddi var í eðli sínu háþrýstipottur sem þekkt er að nota…

  • Framfarir í siglingum og veiðum við Íslandsstrendur eru ekki kvótakerfinu að þakka

    Núna upp á síðkastið líður varla dagur án þess að verða var við eintóna kór sveitarfélaga og útgerðarmanna í íslenskum fjölmiðlum um að verði hróflað við núverandi kvótakerfi þá muni það leggja sjávarútveg og bæi í rúst. Flestar ef ekki allar útgerðir munu leggjast af og fjöldi sjómanna og annarra missa vinnuna. Einatt kveður við…